Skiljanlega

Ég er á þeirri skoðun að það sé lítið við því að gera ef einstaka aðilar upplifa ákveðið harðræði af hálfu lögreglu þegar að svona aðgerðir eiga sér stað. Halo Plotting-Revenge-Is-Fun

Ef ég hefði verið uppi á lofti í annara manna húsum, búinn að hunsa viðvaranir vígbúinna lögreglumanna, með sundgleraugu og klút eða jafnvel gasgrímu tilbúinn að ,,berjast" gegn lögreglunni á leið hennar til þess að handtaka mig, þá hljóta afleiðingarnar að vera öllum ljósar. Bandit

Mér þykja rökin um að ákveðnir menn hafi lagt undir sig landið og nú megum við leggja undir okkur eitthvað annað gjörsamlega fáránleg. Pinch

Það er nú bara þannig að ef að við ætlum að spila eftir þessari taktík þá geta allir bara gert nákvæmlega það sem þeim sýnist núna vegna þess hve illa aðrir hafa farið með þá.

Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Nei veistu. Þá værum við öll löngu farin til fjandans. Whistling


mbl.is Segir lögreglumann hafa beitt harðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hefðu klárlega bara átt að spila lögin þín fyrir utan, þá hefðu þau verið fljót út.

Arab (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:49

2 Smámynd: Helgi

Já afhverju ekki. Um að gera að prófa það næst! Takk fyrir málefnalegt komment ;)

Helgi , 16.4.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Er þá í lagi að vígbúinn lögreglumaður lemji höfði stúlku í dyrakarm? Skrítið....það er enginn að nota þessi hús og eigendur eyðilögðu friðuð hús vísvitandi, lögin hefðu átt að ná og í raun ná alþjóðleg lög sem við erum aðilar að um húsavernd yfir þessi hús en við gétum ekki framfylgt þeim.

Einhver Ágúst, 16.4.2009 kl. 14:08

4 identicon

Þannig þú trúir blint á lögin, hlýðir lögreglunni sama hvað og efast um ekkert.. þú veist ekki hver lausnin er við vandanum en samt geturu stutt þá sem setja lögin í einu og öllu... Nei það er ekki eðlilegt að vera mótfallinn einhverju í samfélaginu og verða fyrir obeldi af starfmanni ríkisins, hvorki lögregla né ríki eru yfir lögin hafin og lögreglan hefur engan rétt á því að beita ofbeldi. Einning er ekkert innra eftirlit lögreglu á Íslandi, sem er e-ð sem tíðkast ekki í öðrum löndum sem þýðir að lögraglen hér rannsakar sjálfan sig.. þykir þér ekkert að því?

Skúli úr vinnunni (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Gott að vita að höfundur þessa bloggs er hlynntur verstu tegundar ofbeldis varðsvína dauðavaldsins. Hver veit nema það hitti þig sjálfan næst.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.4.2009 kl. 14:17

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Er þetta e-ð grín, á fólk þá bara að fara að lögum þegar þeim hentar eða þegar þeim finnst það sanngjarnt? Það væri þá hægt að nota þessa röksemdafærslu á hvaða lög sem er og Guð hjálpi okkur þá. Lögreglan er bara að vinna sína vinnu, það var marg búið að biðja fólkið um að yfirgefa húsnæðið, hvað átti lögreglan að gera, bara hætta og fara? Ekki held ég að neinn myndi vilja að lögreglan færi þannig að þegar kæmi að þeirra hagsmunum...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.4.2009 kl. 14:29

7 identicon

Þetta fólk vissi alveg í hvað stefndi. Af hverju yfirgáfu þau ekki bygginguna þegar ljóst var að húsið yrði rýmt? Þau voru búin að koma sínum skilaboðum á framfæri.

En veistu ég held að þetta hafi verið nákvæmlega það sem þau hafi verið að bíða eftir, fá smá adrenalín kick, berjast á móti auðvaldinu, taka þátt í "stríðinu", og komast svo í fréttirnar sem stríðshetja með mjólkurdropana í augunum. Hústökufólkið hefði alveg getað  leyst þetta mál á friðsamlegan hátt, en voru AUGLJÓSLEGA búin að undirbúa eitthvað annað en það.

Hvað viljiði annars að lögreglan geri? Á hún bara að sinna engum lögbrotum eða ákærum á meðan enginn "útrásarvíkingur" er kominn í steininn? Er mér þá heimilt að keyra á ofsahraða á vegum landsins, skemma eigur annara eða jafnvel taka yfir eigur annara á meðan svo er? Hvar eru mörkin? Hverju á lögrelgan að sinna, og hverju ekki?

Varðandi þessa stelpu sem meiddist þá er það auðvitað ömurlegt að slíkt skildi gerast. En eitthvað segir mér að hún hafi nú átt einhvern þátt í því hvernig fór. Það er örugglega ekkert auðvelt að reyna hemja einstakling sem hristir sig og berst á móti af fullu afli.

Hvar eru mörkin? (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:40

8 identicon

djöfull ert þú ógeðslega mikill fáviti, vonandi brotnar í þér tönn í dag.

Guðjón Heiðar Valgarðsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:45

9 Smámynd: Helgi

Afhverju þekkir fólk ekki málefnalega umræðu. Það er bara eins gott að fólk hafi misjafnar skoðanir á ólíkum hlutum. ,,Djöfull ert þú ógeðslega mikill fáviti" og ,,Er þá í lagi að vígbúinn lögreglumaður lemji höfði stúlku í dyrakarm?" eru setningar sem ég ætti ekki einu sinni að eyða tíma í að svara, en ég verð samt. Því ég geri það í góðu.

Nei mér finnst ekki í lagi að lögreglan geri það viljandi. Ég veit mæta vel að það er fullt af fólki innan lögreglunnar sem eru ekki að sinna starfi sínu 100% eins og til er ætlast og gera feilspor líkt og aðrir undir erfiðum aðstæðum. Við erum öll bara fólk að lifa með fólki.

Hinsvegar eru lög og regla JÁ nauðsynleg. Ég trúi ekki BLINT á lögin. Hinsvegar trúi ég BLINT á þá hugmynd að lögin skulu virt alla leið alltaf. Ef það ágæta fólk sem starfar í löggæslu myndi t.d. hætta að trúa BLINT á það þá værum við ÖLL í mjög slæmum málum.

Tek undir með ,,Hvar eru mörkin?"  hér áðan. Ég held að þetta hafi verið nákvæmlega það sem þau vildu.

Helgi , 16.4.2009 kl. 15:17

10 identicon

Get ekki verið meira sammála þér Helgi Þór. Það er alveg á hreinu að þessi hópur sem kom sér fyrir í húsinu var að "picka fight" Þessir aðilar voru tilbúinir að slást og vissu nákvæmlega hverju þau áttu von á. Það lýsti því best þegar einhver þeirra kallaði að lögreglan væri komin með nýjan piparúða. Það segir mér bara eitt að þetta eru góðkunningjar piparúðans.

Árni (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:40

11 identicon

finnst þér eðlilegt að ofbeldi sé lausnin er það sú tjáning sem þú notast við þegar þú ert ekki sammála einhverjum, það mætti halda að þú ættir umsókn inni um starf í lögreglunni. Myndir þú taka í hendina á manni og þakka honum pent fyrir efhann lemdi hausnum á þér utan í vegg og sparkaði svo í þig liggjandi nokkrum sinnum í hausinn, líttu þér nær maður. Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og er engin fjandans lausn á málum það hafa þínir heilögu vinir í lögreglunni meira að segja haldið á lofti allavega er svona framkoma ekki kennd í lögregluskólanum. Þú myndir kannski vilja vera einn af þessum skúrkum sem starfa innan lögreglunnar sem eru haldnir minnimáttarkennd athyglissýki og ofbeldishneigð á hæsta stigi sem þurfa að svala útrás sinni á saklausu fólki.

bergmal (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:46

12 identicon

Sammála Helgi. Kommentin frá þessum stjórnleysisbullum lýsa innrætinu. Það besta við þetta er að 95% landsmanna eru á bandi löggunnar. Persónulega finnst mér þetta sorglega auðnuleysingjalið fá allt of mikla athygli. Þegar grasið fer að grænka þá förum við að sjá það hlekkjað við vinnuvélar úti í sveit.

maðurinn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:54

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi og er engin fjandans lausn á málum

Þetta fólk sem var í húsinu vissi nákvæmlega hverju það átti von á, það var þarna eins og einhver orðaði áðan til að stofan til vandræða og eru þau ekkert að fela það.

Þetta fólk hafði allt vald til að koma í veg fyrir þetta "ofbeldi", þau þurftu bara að yfirgefa staðinn og málið búið, lögreglan hefur aftur á móti ekki það frelsi, þetta er þeirra vinna að fylgja lögunum sama hvað þér finnst um þau er varðar sanngirni.

Þannig að já þetta hústökufólk (ofbeldisfólk eins og þú orðar það bergmal) leysir ekki neitt með ofbeldi sínu.

ofbeldishneigð á hæsta stigi sem þurfa að svala útrás sinni á saklausu fólki.

Þetta hústökufólk var ekki saklaust, það var að brjóta lög.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.4.2009 kl. 16:20

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Lögreglan á aldrei að beita ofbeldi. Punktur.

Þó einstaklingur sem er verið að handtaka sparki í löggu, hefur lögreglan einfaldlega engan rétt til að sparka á móti. Ef almenningur gúdderar það að löggan beiti ofbeldi gegn borgurunum "af því að þau áttu það skilið" erum við komin út á ansi hálan ís. Er til dæmis ekki bara í fínu lagi að löggan dangli aðeins í grunaða kynferðisafbrotamenn, þeir eru svo ógeðslegir. Eða menn sem aka undir áhrifum - þeir voru nú eiginlega bara að biðja um það með því að fá sér bjór áður en þeir settust undir stýri. 

Ég hef sjálf orðið vitni að því að lögreglan beiti ofbeldi og ég hef eins orðið vitni að því að lögreglan neiti að stöðva líkamsárás fyrr en eftir dúk og disk. Þetta eru ekki menn sem ég treysti til að gæta meðalhófs í aðgerðum.

Ps. Ef þú trúir því að lögin skuli alltaf virt, ertu þá tilbúinn að fara með mér í það að kæra presta landsins? Þeir fermdu fjölmörg börn undir tilskildum aldri nú um páskana. Það er lögbrot.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.4.2009 kl. 17:29

15 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Lögreglan á aldrei að beita ofbeldi. Punktur.

Það er nú einmitt málið, og er það mikið skilgreiningar atriði á milli fólks hvað ofbeldi er, þegar manneskja er að streytast á móti handtöku og lögregla þarf að yfirbuga viðkomandi er lögreglan þá með ofbeldi eða er það hin persónan sem þurfti bara að gefast upp með góðu til að koma í veg fyrir ofbeldi þar sem lögregla er að vinna sína vinnu og verður að handtaka viðkomandi?

Ef þú kallar að yfirbuga persónu ofbeldi þá bara því miður má lögregla beita því svo kallað ofbeldi samkvæmt lögum, skiptir engu máli hvernig þér líst á það.

Þó einstaklingur sem er verið að handtaka sparki í löggu, hefur lögreglan einfaldlega engan rétt til að sparka á móti.

Ertu viss? mér lögfróðari persóna hefur sagt mér að lögregla má beita sömu hörku í sjálfsvörn (Ætla samt ekki að selja það dýara en ég keypti það).

Ef þú trúir því að lögin skuli alltaf virt, ertu þá tilbúinn að fara með mér í það að kæra presta landsins? Þeir fermdu fjölmörg börn undir tilskildum aldri nú um páskana. Það er lögbrot.

Enginn að stöðva þig í að kæra þetta.

Eða menn sem aka undir áhrifum

En hvað með fólk sem ekur undir áhrifum en telur sig vera í lagi til að keyra, samkvæmt því sem þú ert að halda fram þá hlýtur það að vera í lagi fyrir þetta fólk að ákveða hvort lögin gildi fyrir sig og hafa fullann rétt á því að aka, ekki þarf þetta fólk að virða lögin frekar en lögbrjótar sem leggja hald á hús annara ekki satt?

Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.4.2009 kl. 22:25

16 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Lögin eru sett af  fámennum valdaklíkum og eru notuð í þeirra þágu. Siðferði og mannúð er ofar öllum ólögum siðspilltra valdasjúklinga, kúgaranna. Auðvirðilegasta af öllu eru varðsvínin er verja eigna og valdastéttina menningarlausu efnishyggju ómennin er eiga ekkert skilið nema aflífun, því eign er þjófnaður. Okkur ber skylda til að brjóta og óhlýðnast ólögum. Okkur ber líka skylda til að grípa til vopna og eyða ólöglegu ríkisvaldi og lögruglu varðsvínum þess.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.4.2009 kl. 22:39

17 identicon

Er Þorri Almennings með rugluna? Ég hallast frekar að því að þetta sé grínari sem er að reyna að æsa menn upp. Einu vopnin sem stjórnleysisbullur eru hæfar til að grípa til eru pottar, pönnur og sleifar.  Og kannski einstaka kúkur í poka.

maðurinn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:50

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, Doddi, þú getur ekki lagt að jöfnu lögbrot sem skaðar einhvern og lögbrot sem ekki skaðar nokkurn (nema hugsanlega einstaklinginn sjálfan).

Dæmi um hið fyrra er ölvunarakstur.

Dæmi um hið seinna er að gera upp og nýta hús sem viljandi er látið drabbast niður.

Dæmi um innansvigaundantekninguna er neysla kannabiss.

 Sérðu ekki muninn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.4.2009 kl. 22:52

19 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nei, Doddi, þú getur ekki lagt að jöfnu lögbrot sem skaðar einhvern og lögbrot sem ekki skaðar nokkurn (nema hugsanlega einstaklinginn sjálfan).

Tel mig ekki hafa gert það, þar sem þetta hústökufólk er að streytast á móti handtöku þá getur það skaðað lögregluna á meðan hún vinnur sína vinnu og því er hægt leggja þetta að jöfnu.

Og er þetta akkúrat punkturinn sem ég vildi fá fram, Hver er það sem metur hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi? hvaða lög má brjóta og hvaða lög má ekki brjóta? hver setur "nýju" lögin? hvað ef einhver setur í nýju lögunum eitthvað sem þér líst ekki á er það þá ekki lagi? en hvað ef einhver annar vill fá þetta þó að þú viljir það ekki, hver ræður þá? Þér finnst þetta ekki í lagi og ekki samanburðarhæft og eru því eflaust einhverjir þarna úti sem finnst þetta í góðu lagi og er það þeirra útgáfa af því að ákveða hvað má og hvað má ekki.

Sérð þú ekki jöfnunar merkið þarna á milli?

Lögin eru sett af  fámennum valdaklíkum og eru notuð í þeirra þágu.

Auðvitað eru lögin sett af fámennum hóp og því miður þá bara er það svona, persónulega er ég ekkert viss um að það væri eitthvað skárra ef allir gætu sett lög eða hvað?

Siðferði og mannúð er ofar öllum ólögum siðspilltra valdasjúklinga, kúgaranna. Auðvirðilegasta af öllu eru varðsvínin er verja eigna og valdastéttina

Og hversvegna heldurðu því fram, er þetta ekki vinna þessara svokallaðra "varðsvína" (ef mér skjátlast ekki frá fyrri athugasemd þá ertu að tala um lögregluna) að framfylgja lögunum en ekki setja út á þau?

Villtu frekar að lögreglan ákveði bara eftir eigin hentisemi hvað má og hvað má ekki?

Ég get ekki séð mikinn mun á þér og þessum siðspillta og valdasjúka fólki sem hefur komið landinu í það ástand sem það er í núna, þar sem eins og þú villt halda fram þá hunsar það lögin eins og þú villt halda fram að sé í lagi, eini munurinn er sá að þetta fólk áskotnaðist peningur í sínu athæfi en þú ekki, fyrir utan það sést enginn munur á ykkar siðspillingu og valdafíkn!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.4.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband